Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
22. október 2012

Blindratækni: Nýr hópur á Facebook

Á dögunum var stofnaður nýr hópur á Facebook sem ber nafnið Blindratækni. Þessi hópur er einkum ætlaður sem vettvangur fyrir umræðu og fréttir um ýmislegt sem er á seyði á sviði þeirrar tækni sem nýtist blindu og sjónskertu fólki í daglegu lífi. Einfalt er að skrá sig í hópinn og meðlimir geta sett inn pistla, fyrirspurnir eða hvað eina sem snertir málefnið.

Til að finna hópinn er hægt að fletta upp orðinu blindratækni í leitarstiku Facebook.
Til baka