Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
29. október 2012

Hlúðu vel að sjóninni

Farðu reglulega í augnskoðun. Þú getur verið með alvarlegan sjúkdóm, án einkenna. Sumir augnsjúkdómar geta þróast hratt ef þeir eru ekki meðhöndlaðir.
Ekki reykja. Fólk sem reykir er 3 til 4 sinnum líklegra til að fá aldursbundna augnbotnahrörnun. Með því að hætta að reykja núna, dregurðu úr líkunum á því að þú fáir aldrusbundna augnbotnahrörnun.
Borðaðu hollan mat og hreyfðu þig. Borðaðu vítamínauðguan mat. Ofþyngd, kyrrseta og hár blóðþrýstingur eru áhættuþættir sem geta valdið sjúkdómum í augum.
Verndaðu augun þín frá sólarljósi. Notaðu hatt og sólgleraugu með að minnsta kosti 98% vörn gegn útfjólubláum geislum sólarinnar.
Notaðu öryggisgleraugu. Notaðu viðurkennd öryggisgleraugu þegar þú stundar íþróttir eða vinnur með verkfæri.
Íhugaðu vítamíninntöku. Ef þú hefur þurra aldursbundna augnbotnahrörnun skaltu ráðfæra þig við augnlækninn þinn um vítamín fyrir augun.

Til baka