Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
3. desember 2013

Windows 8 aðgengilegt sjónskertum

Nú er Windows 8 orðið aðgengilegt sjónskertum. Algengustu forritin, Zoom Text og Supernova eru komin í útgáfum sem henta Windows 8. Það er samt engin ástæða til þess að hlaupa út í búð og kaupa nýja tölvu. Það er í sjálfu sér ekkert að græða á því, Windows 8 stýrikerfið er frábrugðið eldri útgáfum og það krefst því smá æfingar að læra á það. Ef þú hinsvegar þarft að skipta um vél – þá er Windows 8 möguleiki sem hægt er að gera aðgengilegan.

Ef þú kynna þér meira um Windows 8 og sjónskerðingu er þer velkomið að hafa samband við tölvuráðgjöf Miðstöðvarinnar.

Til baka