Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
4. apríl 2014

Minningarsjóður um Jón Finn Kjartansson

Stofnaður hefur verið sjóður til minningar um Jón Finn Kjartansson, sem fæddist árið 1973 og lést aðeins 18 ára að aldri árið 1991.

Minningarsjóðurinn hefur fengið nafnið „Gefum blindum augum sjón“ og er stofnandi sjóðsins dánarbú Kjartans Magnússonar, en hann var faðir Jóns Finns. Umsjón með sjóðnum hefur Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Markmið sjóðsins er að stuðla að framþróun og nýjungum í augnlækningum með því að veita læknum og vísindamönnum styrk úr sjóðnum, er leita sér formlegs framhaldsnáms í augnlækningum erlendis eða leggja stund á vísindarannsóknir á því sviði.

Þeir sem hafa áhuga á að sækja um styrk úr sjóðnum geta snúið sér til Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, Hamrahlíð 17, Reykjavík, sími 545-5800. Fyrstu úthlutanir úr sjóðnum verða haustið 2014.

Nánari upplýsingar veitir Þorbjörg Gunnarsdóttir í síma 545-5800 eða í tölvupósti thorbjorg@midstod.is

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga starfar skv. lögum nr. 160 frá 2008 og heyrir undir velferðarráðuneytið.

Markmiðið starfseminnar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða daufblindir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku. Í því skyni sinnir Miðstöðin ráðgjöf, hæfingu og endurhæfingu, auk þess að afla og miðla þekkingu á aðstæðum notenda í því skyni að bæta þjónustu og stuðla að framförum.

Til baka