Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
25. febrúar 2015

Nýtt nám á meistarastigi

Nýtt nám á meistarastigi í „synspedagogikk“ og „synsrehabilitering“ við Hogskolen í Buskerud og Vestfold í Noregi, í samvinnu við  Háskólann í Gautaborg. Samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Blindrafélagsins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.  

Um er að ræða nýtt nám á meistarastigi í „synspedagogikk“ og „synsrehabilitering“ (sérkennsla og endurhæfing fyrir blinda og sjónskerta).  Náminu er dreift á fjögurra ára tímabil og er um fjarnám að ræða með staðlotum á hverri önn. Engin skólagjöld eru fyrir þetta nám en skráningargjald er greitt við skólann. Við það bætist kostnaður við staðloturnar.

Háskóli Íslands er jafnframt að skoða samstarf um þetta nám  við Háskólann í Gautaborg og Hogskolen í Buskerud og Vestfold í samvinnu við Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Námið hentar sérlega vel kennurum, þroskaþjálfum, sjónfræðingum, hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum og flestum þeim stéttum sem vinna með blindum og sjónskertum börnum. Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2015 er 15. apríl næstkomandi. Námið fer fram á ensku og slóðin með upplýsingum er hbv.no/mss.

Umsóknir skal senda til Helle Falkenberg á netfangið Helle.K.Falkenberg@hbv.no en jafnframt er hægt að fá frekari upplýsingar um námið og fyrirkomulag þess hjá henni.

Samvinna Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar og Háskóla Íslands um þetta nám er liður í samkomulagi sem báðir aðilar gerðu á 75 ára afmæli Blindrafélagsins og er tilkomið vegna stuðnings Blindrafélagsins við að auka menntun þeirra sem vinna með blindum og sjónskertum börnum.

 

Til baka