Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
16. október 2015

Hvað er RoboBraille?

Hvað er RoboBraille?

RoboBraille er ókeypis þjónusta á netinu sem breytir skjölum frá einu formi yfir í annað og gerir það aðgengilegt fyrir blinda og sjónskerta lesendur. Forritið er sjálfsafgreiðsluforrit sem er opið allan sólahringinn og ókeypis fyrir alla notendur, er án auglýsinga og notendur þurfa ekki að skrá sig inn til að geta notað þjónustuna. Tilgangur RoboBraille er að fá fólk með sérþarfir sem stundar nám og/eða vinnu til að vera sjálfstætt og geta nálgast þjónustuna á sem auðveldastan hátt. RoboBraille getur gagnast lesblindum.

RoboBraille var þróað sameiginlega af Synscenter Refsnæs (the National Centre for Visually Impaired Children and Youth in Denmark) and Sensus ApS. Síðan RoboBraille var gefið út árið 2004, hefur það unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna, þ.á.m. the WISE 2012 Award for Inclusion in Education, BETT 2010 Award for Best Special Education Needs solution og 2008 European Commission e-Inclusion Award for e-Accessibility.

RoboBraille er hluti af Raising the Floor Initiative verkefninu sem ætlað er að auka aðgengi blindra og sjónskertra og auka þátttöku þeirra í samfélaginu. Auk þess er RoboBraille meðlimur í Daisy Consortium.

 

Íslenskar leiðbeiningar með RoboBraille

Tengill á heimasíðu RoboBraille

Tengill á myndbönd sem sýna hvernig RoboBraille er notað 

 

 


 

Til baka