Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
19. október 2016

Nýr bæklingur - Gott aðgengi á vinnustað

Miðtöðin hefur gefið út bækling er nefnist Gott aðgengi á vinnustað. Gott aðgengi er afar mikilvægt fyrir þá sem eru blindir, sjónskertir eða sjón- og heyrnarskertir. Er þar bæði átt við aðgengi að byggingum og öðrum mannvirkjum úti og inni, en einnig aðgengi að upplýsingum á skrifuðu máli eins og til dæmis heimasíðum. Í bæklingnum er meðal annars fjallað um atriði á borð við birtu og lýsingu, aðstöðu við tölvuvinnu, litaval og skipulag á vinnustað og merkingar. 

Bæklinginn má finna hérTil baka