Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
5. desember 2016

Sálfræðiþjónusta á Miðstöð

Á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð starfar sálfræðingur og geta notendur og aðstandendur þeirra leitað til hans sér að kostnaðarlausu.

Sálfræðingurinn metur vanda, gerir greiningar og sinnir fræðslu og ráðgjöf, meðal annars vegna depurðar og kvíða. Notuð er samtalsmeðferð sem byggir einkum á hugrænni atferlismeðferð. Ef þörf er á getur sálfræðingurinn vísað notendum áfram í frekari úrræði.

Notendur Miðstöðvarinnar og aðstandendur þeirra geta pantað tíma eða haft samband við sálfræðing Miðstöðvarinnar í síma 545-5800.

Til baka