Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
10. maí 2017

Útgáfa Miðstöðvarinnar á fræðsluefni


Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð og þekkingarmiðlun er stór hluti af starfseminni. Í því felst m.a. útgáfa, námskeiðshald og kynningar og miðlun fagþekkingar á sviði blindu og sjónskerðingar. Miðstöðin hefur unnið mikið af fræðsluefni undanfarin ár og þar mætti nefna mikinn fjölda bæklinga sem hafa verið gefnir út. Efni þeirra er margvíslegt.

Stór hluti bæklinganna veitir ráðleggingar sem varða sjónskerðingu, sérsniðnar að ólíkum hópum og ólíkum aðstæðum. Þar mætti t.d. nefna bæklinginn „Að missa sjón og heyrn á efri árum“. Þar að auki fjalla nýlega útgefnir bæklingar um þá þjónustu sem sækja má til sérfræðinga Miðstöðvarinnar, t.a.m. í félags- og sálfræðiráðgjöf.

Einnig hafa verið gerðir bæklingar um helstu tegundir augnsjúkdóma, svo sem aldursbundna augnbotnahrörnun og gláku.

Sumt efnið tengist þeim þróunarverkefnum sem Miðstöðin vinnur að hverju sinni. Bæklingur um leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta var t.a.m. unninn vegna leiðsöguhundaverkefnis Miðstöðvarinnar.

Bæklingana má nálgast hér.
Til baka