Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
14. ágúst 2017

Evrópuverkefni: Sound of Vision

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð tekur í samvinnu við Háskóla Íslands þátt í mjög viðamiklu Evrópuverkefni sem nefnist Sound of Vision. Háskóli Íslands leiðir verkefnið og eru það sálfræðideild, iðnaðar- og vélaverkfræðideild og tölvunarfræðideild sem koma að verkefninu fyrir hönd skólans. Um 600 milljóna króna styrkur fékkst frá ESB til verkefnisins og samstarfsaðilar erlendis koma frá Póllandi, Ungverjalandi, Rúmeníu og Ítalíu.

Verkefnið miðar að því að búa til skynjunarbúnað fyrir blinda einstaklinga til að auðvelda þeim að komast leiðar sinnar. Hugmyndin er að tækið gefi upplýsingar um umhverfið, annars vegar með hljóði og hins vegar með snertingu. Hlutverk Miðstöðvarinnar í verkefninu er að prófa búnaðinn í samvinnu við notendur og veita faglega ráðgjöf um umferli og áttun.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.
Til baka