Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
12. janúar 2018

Hvað er Retinitis Pigmentosa (RP)?


Retinitis Pigmentosa (RP) er nafn sem notað er um nokkra arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu augans. Sjónhimnan er ljósnæmur taugavefur aftast í auganu. Einkenni RP tengjast hægfara hrörnun á stöfum og keilum. Með tímanum missir fólk sjónina, í mismiklum mæli þó.

Algengasta fyrsta einkenni er náttblinda, það er erfiðleikar með að sjá við slæma lýsingu, t.d. utandyra um kvöld eða í illa lýstu herbergi. Annað einkenni er þrenging á sjónsviði, þar sem sjóntap verður til hliðanna eða að ofan eða neðan. Þetta endar oftast með svokallaðri rörsýn (e. Tunnel vision) og þýðir að starfsemi stafanna hefur skerst.
Í sumum RP tengdum sjúkdómum tapast miðjusjón fyrst. Fyrstu merki um það eru erfiðleikar við lestur eða framkvæmd athafna sem krefjast skarprar sjónar. Allir RP-sjúkdómar eru stigvaxandi, en hraði hrörnunarinnar er mismunandi milli einstaklinga. Í mörgum tegundum RP er glýja frá björtum ljósum vaxandi vandamál. Sumt fólk finnur þó ekki fyrir þessu fyrr en sjúkdómurinn hefur staðið lengi.

Nánari upplýsingar um RP má finna á hér: Bæklingur um RP
 
Til baka