Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
9. maí 2019

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð er þátttakandi í Evrópuverkefninu Print3d.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð er þátttakandi í Evrópuverkefninu Print3d. Verkefnið fékk Erasmus+ styrk frá Evrópusambandinu og verður í gangi í 2 ár eða fram í september 2019. 
 
Tilgangur verkefnisins er að þróa kennsluleiðir varðandi þrívíddarprentun, með sérstakri áherslu á kortagerð.
 
Þátttakendurnir í Print3d koma úr ýmsum áttum. Það er mennta- og menningarmálastofnun Valencia héraðs á Spáni sem leiðir verkefnið. Frá Spáni kemur líka fyrirtækið BQ sem framleiðir m.a. þrívíddarprentara og farsíma. Frá Grikklandi kemur CERB, Centre of education and rehabilition for the blind sem er þjónustumiðstöð fyrir blinda og sjónskerta líkt og við. Frá Lettlandi kemur Look at me sem er einkafyrirtæki sem þjónustar blinda og sjónskerta. Einnig taka þátt fimm grunnskólar frá Spáni og Grikklandi.
 
Stærsta hlutverk okkar á Miðstöðinni í þessu verkefni er að búa til kennslubók og leiðbeiningahefti um þrívíddarprentun bæði fyrir kennara og nemendur.
 
Hægt er að fylgjast með verkefninu á hinum ýmsu samfélagsmiðlum og hér fyrir neðan má finna tengla inn á vef verkefnisins, Twitter og Facebook.

Vefur Print3d 

Print3d á Twitter

Print3d á Facebook
Til baka