Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
30. september 2020

Miðstöðin hefur gefið út handbókina "Út á vinnumarkaðinn"

Miðstöðin hefur þýtt og gefið út handbókina Út á vinnumarkaðinn, sem upprunalega var unnin af Evrópsku blindrasamtökunum (European Blind Union). Í henni er að finna upplýsingar og hagnýt ráð sem geta gagnast sjónskertu fólki í atvinnuleit. 
Með þessari handbók geta blindir og sjónskertir skoðað styrkleika sína (hæfni, kunnáttu og viðhorf) og markmið í starfi; lært að búa til öfluga ferilskrá og kynningarbréf og kynnt sér hvernig gott er að undirbúa og koma fram í atvinnuviðtölum. 

Hjá Miðstöðinni er starfandi náms- og starfsráðgjafi sem sér um að aðstoða notendur við að leita að atvinnu við hæfi. Bókið tíma ef þið óskið eftir að fá aðstoð við leit að starfi. 
 
Til baka