Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stjórnun

Miðstöðin heyrir undir Velferðarráðuneytið.

Ráðherra skipar Miðstöðinni forstjóra til fimm ára í senn og setur honum erindisbréf. Forstjóri skal hafa lokið háskólaprófi og hafa menntun og reynslu sem nýtist á starfssviði stofnunarinnar og við stjórnun hennar og rekstur. Forstjóri ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar og að starfsemi hennar sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli.

Ráðherra skipar Miðstöðinni jafnframt sex manna samráðsnefnd samkvæmt tilnefningum Blindrafélags, Fjólu - félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Menntamálaráðuneytis og Heilbrigðisráðuneytis. Velferðarráðherra skipar fulltrúa án tilnefningar og er hann jafnframt formaður samráðsnefndarinnar.  Samráðsnefndin skal vera ráðherra og forstjóra Miðstöðvarinnar til ráðgjafar um fagleg málefni.