Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar

Evision 55+

eVision55+ er ætlað til að hjálpa fólki að viðhalda lífsgæðum þrátt fyrir að missa sjón. Það miðar að því að hvetja fullorðið fólk til þess að vera félagslega virkt og víkka sjóndeildarhring sinn.

Efni sem tekið er fyrir á vefsíðum eVision55+ varðar athafnir daglegs lífs fyrir fólk sem verður sjónskert á efri árum. Auk þess er sagt frá því hvar hægt er að fá upplýsingar um aðstoð, hvernig hægt er að nota vefinn til þess að nálgast efni um félagsleg tengsl, opinberar upplýsingar og félagsleg samskipti á netinu.  Efni sem tekið er fyrir er sérstaklega ætlað fólki sem er eldra en 55 ára. Efnið er hannað þannig að hægt sé að afla sér kunnáttu á netinu með gagnvirkum hætti og er sérstaklega gert fyrir sjónskerta.

Frekari upplýsingar er að finna á síðu eVision55+

Aðal síða eVision55+ er upplýsingasíða sem er gagnvirk og heitir "My Vision". 

 

Með eVision55+ er stefnt að því að auka hæfni fólks, 55 ára og eldri með skerta sjón, til þess að vera virkir notendur á netinu.

Þar er meðal annars hægt að læra hvernig:

  • má bæta sér upp sjóntap 
  • hægt er að bjarga sér í daglegu lífi með skerta sjón
  • hægt er að aðlaga tölvuna með tilliti til sjónskerðingar hvers og eins
  • hægt er að nýta sér netið
  • hafa má samband við skemmtilegt fólk
  • fá má holl ráð hjá sérfræðingum