Venjulegt útlit Breyta stillingum

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umferli


Markmið með umferliskennslu er stuðningur til sjálfstæðis og hvatning til virkni. 

Umferli snýst um að læra aðferðir og leiðir til að komast frá einum stað til annars innan dyra sem utan. Umferliskennsla nýtist þeim eru með litla eða enga sjón eða þeim sem eru með sjónúrvinnsluerfiðleika. Áttun í umferli er mikilvæg svo og kennileiti og skynjun á umhverfinu. Mikilvægt er að styðja við uppgötvun, frumkvæði öryggi og sjálfstraust.

Umferliskennarar á Miðstöð bjóða upp á:
 • Einstaklingsmiðaða umferliskennslu fyrir börn og fullorðna
 • Ráðgjöf um aðgengi á heimilum, skólum, vinnustöðum og stofnunum
 • Námskeið/fræðsla fyrir notendur, aðstandendur og fagfólk stofnana
 • Samstarf við ýmsa aðila og stofnanir
Hvað felst í umferliskennslu?
 • Kennsla í að komast um á sjálfstæðan og öruggan hátt
 • Kennsla í notkun hvíta stafsins
 • Kennsla í áttun
 • Hlustun í umhverfinu
 • Gildi og merking á endurkasti hljóðs
 • Kennsla í notkun kennileita sem nýtast til að staðsetja sig í umhverfinu
 • Kennsla í notkun ýmissa hjálpartækja eins og t.d sjónauka, áttavita, snjallsíma og leiðsöguhunda
Bæklingur um umferli og áttun (á vefsíðu)

Bæklingur um umferli og áttun (PDF)