Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar

Matur og matreiðsla

Kanntu brauð að baka?

Stundum er hægt að finna leiðir til að gera matreiðslu auðveldari. Hér eru nokkur einföld ráð til hagræðingar við að skera, hella, baka, steikja og mæla.

Að skera:

 • Gúrku er gott að skera með ostahníf.
 • Þegar ávextir og grænmeti er afhýtt er hægt að nota „skrælara“ og gott er að hafa eldhúsblað undir svo auðvelt sé að koma afskorningunum í ruslið.
 • Þegar skorið er með hnífi er best að beygja fingurna þannig að hnúarnir nemi við hnífsblaðið. Þá verða fingurnir síður fyrir hnífnum.
 • Best er að skera tómata með lítilli sög; skera tómatinn fyrst í tvennt og láta skurðinn snúa niður þegar skorið er í sneiðar.
 • Stórir beittir hnífar eru oft betri en litlir hnífar.

Að hella:

 • Látið stút könnunnar nema við glas- eða bollaröndina á meðan hellt er. Færið ílátið upp eftir könnunni þar til þið finnið stútinn, haldið ílátinu þar og hallið könnunni.
 • Til eru skynjarar sem segja til um hvenær bollinn eða glastið er hæfilega fullt.
 • Þegar blanda skal saman heitum og köldum vökva borgar sig að hella kalda vökvanum fyrst og svo þeim heita, t.d. kaffi með mjólk.

Að baka og elda í ofni:

 • Best er að setja ofngrindina á réttan stað áður en kveikt er á ofninum; gott er að setja matinn í kaldan ofninn.
 • Ferköntuð, djúp föt er auðveldara að eiga við en kringlótt, grunn form.
 • Gott er að breiða klút yfir hrærivélina svo ekki slettist upp úr skálinni.
 • Grillvettlingar eru öruggari en pottaleppar.
 • Hægt er að fá ódýrar klukkur sem stilltar eru til að segja til um hvenær kakan er bökuð eða maturinn eldaður.
 • Til eru áhöld til að skilja egg.
 • Mældu lengd vísifingurs eða lengdina frá útréttum þumli til útrétts litla fingurs. Þá hefur þú alltaf málband við höndina.

Að steikja:

 • Panna með hárri brún og loki er þægileg að steikja á. Það má líka steikja í potti. Gott getur verið að raða á pönnuna eftir klukkukerfi (kl.12, 3, 6 og 9).
 • Steikarspaði eða klemmuspaði eru hentug tæki til að snúa matnum og taka hann af pönnunni.
 • Hægt er að setja tannstöngla í matinn og taka þá úr þegar matnum er snúið. Þá gleymist ekki að snúa neinum bitanna.
 • Þegar egg eru spæld er gott að nota steikarhring. Eggið er brotið í bolla og síðan hellt í hringinn.
 • Hægt er að nota handfangið á hringnum til að halda við þegar eggið er tekið af pönunni með spaða.

Að elda í potti:

 • Þungir pottar með þykkum botni eru stöðugri á eldavélarhellu. Setjið pottinn á kalda eldavélarplötu svo hægt sé að finna hvort hann sitji rétt á plötunni og þeki hana alla.
 • Notið frekar of stóra potta en of litla svo auðveldara sé að hræra án þess að sullist úr þeim.

Að mæla:

 • Hægt er að fá eldhúsvogir með skýrum stöfum, einnig talandi vogir.
 • Gott er að eiga bæði ½ dl-mál því stundum er erfitt að lesa af mæliglasinu.
 • Hægt er að nota fingurna sem viðmið þegar mælt er af smjörstykki.

Að matast:

 • Ljós matur sést betur á dökkum diski og dökkur matur á ljósum. Gott getur verið að koma sér upp kerfi við að raða á diskinn, t.d. má nota klukkuaðferðina (kl.12, 3, 6 og 9), áttirnar hægri eða vinstri, að og frá o.s.frv.
 • Hnífapör og glös er betra að hafa alltaf á sama stað við diskinn.
 • Hægt er að setja eitt horn servíettu undir diskinn svo ekki fari neitt niður.

Ýmis nytsamleg ráð

 • Gott er að blanda grænmetissalat í plastpoka.
 • Þægilegt er að hræra egg í hristiglasi.
 • Best er að nota dökkt skurðarbretti til að skera ljósan mat, t.d. fisk og ljóst skurðarbretti fyrir dökkan mat, t.d. kjöt.
 • Þegar ísmolar eru losaðir úr ísmolaboxi er gott að hafa boxið í plastpoka svo molarnir fari ekki á flakk á borðinu.
 • Bökunarpappír situr kyrr á bökunarplötu ef örlitlu vatni er úðað á plötuna fyrst.
 • Gott er að merkja hitastillinn á eldavélinni með upphleyptum merkjum sem hægt er að þreifa á.
 • Ef steikt er í brauðmylsnu eða hveiti er gott að hrista kryddið saman við plastpoka.
 • Auðveldara er að sjá diskinn ef hann er í öðrum lit en dúkurinn/borðið.
 • Lituð glös sjást betur en glær.

 

Ýmis nytsamleg ráð

 • Gott er að blanda grænmetissalat í plastpoka
 • Þægilegt er að hræra egg í hristiglasi
 • Best er að nota dökkt skurðarbretti til að skera ljósan mat, t.d. fisk og ljóst skurðarbretti fyrir dökkan mat, t.d. kjöt
 • Þegar ísmolar eru losaðir úr ísmolaboxi er gott að hafa boxið í plastpoka svo molarnir fari ekki á flakk á borðinu
 • Bökunarpappír situr kyrr á bökunarplötu ef örlitlu vatni er úðað á plötuna fyrst
 • Gott er að merkja hitastillinn á eldavélinni með upphleyptum merkjum sem hægt er að þreifa á
 • Ef steikt er í brauðmylsnu eða hveiti er gott að hrista kryddið saman við plastpoka
 • Auðveldara er að sjá diskinn ef hann er í öðrum lit en dúkurinn/borðið
 • Lituð glös sjást betur en glær
Mynd 1 af 37
011.JPG (31529 bytes)
ADL matreiðsla 001.JPG (23545 bytes)
ADL matreiðsla 002.JPG (58743 bytes)
ADL matreiðsla 004.JPG (67103 bytes)
ADL matreiðsla 005.JPG (72680 bytes)
ADL matreiðsla 040.JPG (21279 bytes)
ADL matreiðsla 042.JPG (33624 bytes)
ADL matreiðsla 044.JPG (30008 bytes)
ADL matreiðsla 044.JPG (30008 bytes)
ADL matreiðsla 047 - Copy.JPG (38266 bytes)
ADL matreiðsla 048.JPG (54295 bytes)
ADL matreiðsla 051.JPG (66618 bytes)
ADL matreiðsla 052.JPG (32676 bytes)
ADL matreiðsla 054.JPG (50449 bytes)
ADL matreiðsla 057.JPG (75252 bytes)
ADL matreiðsla 060.JPG (56189 bytes)
ADL matreiðsla 062.JPG (61049 bytes)
ADL matreiðsla 065.JPG (51677 bytes)
ADL matreiðsla 067.JPG (55290 bytes)
ADL matreiðsla 069.JPG (56257 bytes)
ADL matreiðsla 073.JPG (56606 bytes)
ADL matreiðsla 074.JPG (60397 bytes)
ADL matreiðsla 076.JPG (49063 bytes)
ADL matreiðsla 078.JPG (48709 bytes)
ADL matreiðsla 081.JPG (53439 bytes)
ADL matreiðsla 082.JPG (51806 bytes)
ADL matreiðsla 084.JPG (54760 bytes)
ADL matreiðsla 085.JPG (28403 bytes)
ADL matreiðsla 086.JPG (31416 bytes)
ADL matreiðsla 088.JPG (29891 bytes)
ADL matreiðsla 089.JPG (31742 bytes)
ADL matreiðsla 093.JPG (66369 bytes)
ADL matreiðsla 094.JPG (31913 bytes)
ADL matreiðsla 095.JPG (31728 bytes)
kontrastar 2 014.JPG (54468 bytes)
spaðar og form_litir.JPG (149271 bytes)
vökvaskynjari.JPG (23092 bytes)