Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar

Orsökum síðdaufblindu má skipta í þrjá flokka:

  • Samþætt aldurstengd sjón- og heyrnarskerðing (SASH)    
  • Ýmis heilkenni sem valda daufblindu. Þar er Usher-heilkenni algengast
  • Ólíkar samsetningar sjúkdóma og slysa
Rétt greining er nauðsynleg til þess að sjá fyrir um þróun ástandsins og hvernig grípa megi inn í með tilliti til meðhöndlunar og endurhæfingar. Suma sjúkdóma sem valda síðdaufblindu má meðhöndla en ekki hefur fundist meðferð við öðrum, enn sem komið er. Hér er rétt endurhæfing á réttum tíma mjög mikilvæg.

Til þess að setja fram rétta greiningu er nauðsynlegt að rannsaka orsakir sjón- og heyrnarskerðingar. Í sumum tilvikum er gerð erfðarannsókn til þess að kanna hvort um sé að ræða þekkt arfgengt heilkenni.

Algengasta orsök samþættrar sjón- og heyrnarskerðingar er aldurstengd heyrnarskerðing og ellihrörnun í augnbotnum (AMD). Algengasta orsök síðdaufblindu meðal ungmenna á Norðurlöndunum er hins vegar Usher-heilkenni. Þessum orsökum verður lýst hér á eftir.

Auk þess getur daufblinda komið fram sem afleiðing nokkurra annarra sjaldgæfra heilkenna, smitsjúkdóma ásamt tilviljanakenndri blöndu af ólíkum slysum og/eða sjúkdómum.

Lesa má meira um heilkenni sem leitt geta til síðdaufblindu í heftinu „17 syndromer og sygdomme, der kan medföre erhvervet dövblindhed“ frá Videnscentret for dövlindblevne (www.dbcent.dk).