Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rauða fjöðrin er barmmerki sem Lionshreyfingin hefur selt á nokkurra ára fresti í rúma fjóra áratugi. Ágóðanum af sölunni hefur verið varið til ýmissa veglegra verkefna en fyrsta söfnunin fór fram árið 1972. Árið 2015, var safnað fyrir leiðsöguhundum fyrir blinda og söfnuðust rúmlega fimmtán milljónir króna

Um Lionshreyfinguna

Ísland er sjálfstætt fjölumdæmi innan Alþjóðasambands Lionsklúbba. Lionsfélagar á öllu landinu eru um 2.300 talsins.  Í Lions vinna saman konur og karlar, ungir og aldnir. Lionsfélagar láta gott af sér leiða á sviði mannúðar- og menningarmála.  Klúbbar styðja hver sitt byggðarlag og taka þátt í landsverkefnum og alþjóðlegum verkefnum. Lionsfélagar leggja lið þeim sem minna mega sín, m.a. sjúkum, sjónskertum og fötluðum. Einnig eru verkefni tengd börnum, öldruðum, menningarmálum og umhverfi. Íslenskir Lionsklúbbar taka þátt í alþjóðastarfi Lions. Frekari upplýsingar um Lions á Íslandi má finna á vef hreyfingarinnar, www.lions.is.

Alþjóðahreyfing Lions er fjölmennasta þjónustuhreyfing heims með fleiri en 1,3 milljónir félaga í um 45.000 klúbbum í yfir 200 löndum víðs vegar um veröldina. Hreyfingin var stofnuð árið 1917 og allar götur síðan hafa Lionsfélagar unnið sérstaklega að því að bæta hag blindra og sjónskertra en einnig og ekki síður á margvíslegum sviðum samfélagsþjónustu.

Frekari upplýingar má finna á vef alþjóðahreyfingarinnar, www.lionsclubs.org

""