Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nám

Þjónusta fyrir fólk í námi felst í því að sérfræðingur Miðstöðvarinnar leggur í upphafi mat á stöðu nemandans með tilliti til aðgengis að námi og námsefni. Á grundvelli þessa mats er unnin þjónustuáætlun í samstarfi við nemandann og þá sem að þjónustunni koma. Meðal þeirrar þjónustu sem Miðstöðin veitir er:

 • athugun og mat á sjónnýtingu nemandans
 • fræðsla á sjónskerðingu og sjónnýtingu til starfsfólks skólans og samnemenda í samráði við nemandann
 • mat á hjálpartækjaþörf
 • mat á hentugri leturstærð og leturgerð
 • innlögn punktaleturs og ráðgjöf til kennara og aðstandenda
 • útvegun og milliganga námsgagna á aðgengilegu formi
 • ráðgjöf og kennsla á hjálpartæki og forrit í tölvum í samvinnu við tölvuráðgjafa Miðstöðvarinnar
 • ráðgjöf til kennara og nemenda um rafræna kennsluhætti 
 • fræðsla og aðstoð til nemandans til að styrkja og efla félagsfærni hans
 • aðstoð við glósutækni í samvinnu við námsráðgjafa
 • fræðsla til starfsmanna skólans

Í flestum tilvikum vinnur sérfræðingur Miðstöðvarinnar náið með námsráðgjafa skólans.