Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umferli með börnum

Ef barn er verulega sjónskert eða blint er umferliskennari alltaf þátttakandi í teymi barnsins á Miðstöðinni


Börn 0-2 ára – snemmtæk íhlutun

Umferli felst í ráðgjöf til foreldra og fjölskyldu hjá ungum börnum. Samstarf við foreldra hefst á fyrsta aldursári barns og felst í að vekja athygli á umhverfi og rými barnsins. Markmiðið er að byggja upp færni í áttun og umferli og auka með því sjálfstæði og virkni. Bæklingurinn Skref fyrir skref fjallar um umferli og sjálfstæði.

Börn í leikskóla

Aukin áhersla er á sjálfstæði og að komast leiðar sinnar innan skólans, á skólalóð og í nánasta umhverfi. Það veitir barninu frelsi til athafna og félagslegra samskipta. 
Áherslur í umferli
 • Efla rýmis- umhverfisvitund
 • Styrkja notkun skynfæra
 • Auka sjálfstæði og ábyrgð
 • Styrkja frumkvæði og virkni
 • Kenna notkun hvíta stafsins
 • Kynning á upphleyptum kortum mtt áttunar í umhverfinu
 • Kenna aðferðir sem tengjast leiðsögutækni (sjá bæklinginn Umferli og leiðsögutækni með blindum börnum)

Börn í grunnskóla

Kennsla í nýjum leiðum og áhersla á frumkvæði við að komast á milli staða og að tileinka sér lausnamiðaða hugsun við áttun í umhverfinu. 

Áherslur í umferli:
 • Efla rýmis- og umhverfisvitund
 • Nýta kennileiti til að staðsetja sig í umhverfinu
 • Nýta umhverfishljóð eins og umferðarhljóð til að átta sig á aðstæðum
 • Nýta endurkast hljóðs í umhverfinu
 • Efla vitund um hugarkort
 • Efla vitund um höfuðáttir
 • Styrkja frumkvæði og virkni
 • Kenna notkun hvíta stafsins, (sjá smáforritið O&M-teknik app)
 • Kennsla annarra hjálpartækja
 • Kenna leiðir t.d. á milli heimilis og skóla
 • Auka vitund um umhverfi í kringum heimili með áherslu á sjálfstæði og frumkvæði
 • Notkun á upphleyptum kortum
 • Kenna aðferðir sem tengjast leiðsögutækni(sjá bæklinginn Umferli og leiðsögutækni með blindum börnum)

Framhalds-og háskóli

Kennsla í tengslum við leiðir innan skóla og til og frá skóla. Einnig kennsla og ráðgjöf um aðrar leiðir sem notendur óska eftir. Hvatning við að tileinka sér lausnamiðaða hugsun við áttun í umhverfinu.

Áherslur í umferli:
 • Efla rýmis- umhverfisvitund
 • Nýta kennileiti til að staðsetja sig í umhverfinu
 • Nýta umhverfishljóð eins og umferðarhljóð til að átta sig á aðstæðum
 • Nýta endurkast hljóðs í umhverfinu
 • Efla vitund um hugarkort
 • Efla vitund um höfuðáttir
 • Kynning á ýmsum hjálpartækjum í umferli
 • Kenna notkun hvíta stafsins (sjá smáforritið O&M-teknik app)
 • Notkun á upphleyptum kortum
 • Kenna aðferðir sem tengjast leiðsögutækni (sjá einblöðung um leiðsögutækni