Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umferli með fullorðnum

Kennsla í tengslum við þær leiðir sem notendur óska eftir. Átt er við leiðir innan vinnustaða, stofnana, milli staða utan dyra og aðra staði eftir því sem við á. Hvatning við að tileinka sér lausnamiðaða hugsun við áttun í umhverfinu.

Áherslur í umferli

  • Efla rýmis- umhverfisvitund, á sérstaklega við um þá sem missa sjón síðar á ævinni
  • Nýta kennileiti til að staðsetja sig í umhverfinu
  • Nýta umhverfishljóð eins og umferðarhljóð til að átta sig á aðstæðum
  • Nýta endurkast hljóðs í umhverfinu
  • Efla vitund um hugarkort
  • Kynning á ýmsum hjálpartækjum í umferli
  • Kenna notkun hvíta stafsins sjá t.d smáforritið O&M-teknik app 
  • Notkun á upphleyptum kortum
  • Kenna aðferðir sem tengjast leiðsögutækni, (einblöðungur um leiðsögutækni og smáforritið O&M teknik – ledsagerteknik-app