Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar

Athafnir daglegs lífs og umferli

Markmið með kennslu í athöfnum daglegs lífs er að auka sjálfstæði og færni notanda.

Í samvinnu við sérfræðinga Miðstöðvarinnar er fundin lausn á vandamálum tengdum sjónskerðingu. Lausnin getur falist í að nota sérstök hjálpartæki og læra tækni við að gera hlutina á nýjan hátt.

Meðal þess sem sérfræðingar Miðstöðvarinnar veita aðstoð við er:

  • matargerð
  • borðhald
  • þvottur
  • þrif
  • persónuleg umhirða
  • skipulag
  • innkaup
  • skrift og lestur

Einnig eru veittar ráðleggingar um lýsingu og litaskil ásamt vali á tækjum.

Til þess að árangur náist þarf viðkomandi að vinna með sérfræðingum í að nota hjálpartæki rétt og beita vinnubrögðum sem kennd eru.