Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar

Slökkvilið

Námskeiðið „We are also blind in smoke“ var haldið í Búdabest í nóvember 2011. Tveir adl og umferliskennarar frá Miðstöðinni sóttu námskeiðið, Sabína Steinunn Halldórsdóttir og Vala Jóna Garðarsdóttir ásamt tveimur slökkviliðsmönnum frá SHS, Herði Jóhanni Halldórssyni og Óla Ragnari Gunnarssyni. Á námskeiðinu var kennd tækni sem miðar að því að nýta hvíta stafinn í reykköfun. Að námskeiði loknu héldu þessir fjórir þátttakendur áfram með verkefnið og heimfærðu yfir á íslenskar aðstæður. Haldin voru átta námskeið fyrir um hundrað starfsmenn SHS og stóð hvert námskeið yfir í tvo daga. Áætlað er að hvíti stafurinn verði eitt af þeim hjálpartækjum sem SHS mun nýta sér í framtíðinni til viðbótar þeim tækjum sem notuð eru í dag. Áhugi er fyrir því að nýnemar fái kennslu í notkun hvíta stafsins svo og kennslu fyrir slökkviliðsmenn á landsbyggðinni. 

Grein um slökkvilið í Víðsjá (PDF)