Venjulegt útlit Breyta stillingum

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fagorðalisti

Hér má finna skilgreiningar ýmissa fagorða.

Abacus

Grind með kúlum til stærðfræðiiðkunar

ADL

Athafnir daglegs lífs

Birgðalisti

Listi yfir samþykkt hjálpartæki sem til eru á lager Miðstöðvarinnar

Braille

Punktaletur

Daisy-spilari

Sérhannað afspilunartæki fyrir hljóðbækur

Dymo-merkivél

Notað til að búa til merkimiða (límmiða) á punktaletri

Ennislúpa

Höfuðborið stækkunargler

Ferlihjálpartæki

Stafir og önnur tæki til aðstoðar við áttun og hreyfingu

Framleiðsludeild

Deild innan Miðstöðvarinnar sem sér um framleiðslu á þreifiefni, stækkuðu letri og punktaletri

Göngustafur

Hefðbundinn stafur sem veitir stuðning og jafnvægi en er hvítur á lit

Hjálpartæki

Hverskonar tæki sem auðveldar notendum Miðstöðvarinnar að takast á við hin ýmsu verkefni daglegs lífs

Kíkisgleraugu

Gleraugu með litlum kíki sem festur er við annað eða bæði glerin

Litaskil

Andstæðir litir (contrast)

Litaskynjari

Talandi tæki sem nemur liti

Merkistafur

Hvítur samanbrjótanlegur stafur, frekar lítill, einkum ætlað að „merkja“ notandann sem blindan eða sjónskertan

Ósamþykkt hjálpartæki

Hjálpartæki sem óskað er eftir en er ekki á úthlutnarlista Miðstöðvarinnar

Perkins-vél

Ritvél til að skrifa punktaletur

Punktaleturslyklaborð

Tengt við tölvu til innsláttar á punktaletri. Svipar til Perkins-vélar

Punktaletursskjár

Tæki sem tengt er við tölvu sem umbreytir texta af skjá í punktaletur

Ráðgjafi

Starfsmaður Miðstöðvarinnar sem sinnir þjónustu við blinda og sjónskerta einstaklinga, ýmist með tilliti til umferlis, ADL eða stuðnings í skóla

Samlestrarefni

Bók með þreifiefni og svartleturstexta, eða svartleturstexti með upphleyptri glæru yfir

Samlokutæki

Stækkunartæki sem hægt er að leggja saman (ferðatæki)

Skjálúpa

Stækkunargler sem tengt er við sjónvarp. Mynd af því sem er undir lúpunni birtist á skjánum

Skjástýriforrit

Forrit sem breytir hluta sjónrænna upplýsinga yfir í tal eða punktaletur

Snertilinsur

Linsur sem settar eru inn í augað í stað þess að nota gleraugu

Stafrænt efni

Lesefni á tölvutæku formi

Stækkunarbúnaður

Hverskonar búnaður sem tengdur er við skjá eða tölvu

Stækkunarforrit

Hugbúnaður í tölvu sem stækkar það sem kemur upp á skjánum

Stækkunarmús

Lítur út eins og tölvumús. Inni í músinni er myndavél. Tengist sjónvarpi og notuð til stækkunar á því sem er undir músinni

Stækkunartæki

Lestæki með innbyggðri myndavél og skjá, til stækkunar

Svanaháls

Stækkunartæki á armi sem tengdur er við tölvu (án skjás). Birtir nær- og fjærmyndir

Tengiliður

Hver notandi Miðstöðvarinnar hefur tengilið innan hennar sem samhæfir þjónustu við hann. Fyrirspurnum notanda er beint til tengiliðar.

Umferli

Áttun (að staðsetja sig í umhverfi) og að ferðast á milli staða

Úttakshugbúnaður

Stækkunarforrit og talgervlar í tölvur eða síma

Vasastækkunartæki

Lítið tæki með myndavél og skjá, notað til stækkunar

Visus

Sjónskerpa (t.d. 1/60)

Þjónustuáætlun

Heildstæð áætlun um þjónustu við einstakling sem unnin er eftir grunnmat á þörfum. Áætlunin er unnin í samvinnu við notandann

Þreifiefni

Sjónrænt efni (t.d. myndir og kort) sem er upphleypt

Þreifistafur

Hvítur stafur, frekar langur, oftast sambrjótanlegur. Notaður í umferli til að gefa upplýsingar um hindranir og breytingar í vegi þess sem ber stafinn